Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár, kæru nemendur og foreldrar, og takk fyrir góð kynni á líðnum árum.
Skólastarf í Engjaskóla og öðrum grunnskólum Reykjavíkur byrjar á morgun, þriðjudaginn 4. janúar, og verður kennt samkvæmt stundaskrám.
Enn og aftur byrjum við skólaárið með Covid-19 yfir okkur en stefnum á að láta það ekki trufla okkur mikið.
Við viljum minna ykkur á að tilkynna forföll í Mentor eða hafa samband við skrifstofuna.
Vinsamlegast sendið börnin ekki í skólann ef þau eru með einhver einkenni af Covid-19.
Að því sögðu þá munu ákveðin takmörk gilda eins og við er að búast við þessar aðstæður:
Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar án sérstaks leyfis.
Jafnframt skulu þau bera grímu og virða 2ja metra fjarlægðartakmarkanir.
Hámarksfjöldi nemenda í hverju rými er 50 og þess vegna verður skólastarf dálítið stirt í byrjun árs en við ætlum okkur að halda uppi eins reglulegu skólastarfi og framast er unnt.
Með von um bjartari daga með hækkandi sól!
P.S. Vetrarmyndin sem fylgir fréttinni var tekin af Fannýju Friðriksdóttur, stuðningsfulltrúa við Engjaskóla.