Gleðileg jól!

Starfsfólk Engjaskóla vill óska nemendum sínum og foreldrum þeirra gleðilegra jóla með ósk um friðsæld og hamingju.
Litlu jólin okkar voru sérlega skemmtileg. Hver árgangur var í heimastofu með kennurum og áttu þar notalega og skemmtilega stund. Síðan var farið í hátíðarsalinn og snúningur tekinn í kringum jólatréð og jólasöngvar sungnir af innlifun. Yndisleg stund.

Safn mynd af skreytingum hér og þar í skólanum.

P.S. Skólastarf hefst svo aftur á nýju ári með skipulagsdegi starfsfólks mánudaginn 3. janúar 2022 og nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 4. janúar 2022 og verður kennsla samkvæmt stundaskrá.

Enn og aftur, gleðileg jól og farsælla komandi ár!