Skip to content

Þriðji fundur Grænfánanefndar

Mánudaginn 6. desember 2021 kl. 12:50-13:30 fyrir framan stofu 24 og síðan í kjallaranum þar sem óskilamunir eru geymdir.

Það var ekki alveg full mæting í þetta skiptið, krakkarnir úr 6. bekk voru í íþróttum.

Við höfðum talað við Hervöru yfirskólaliða um að fá aðgang að óskilamunum til að reyna að koma einhverju af þeim í réttar hendur. Krakkarnir hvolfdu úr hverjum pokanum á fætur öðrum og fóru yfir hvort einhverjar merkingar sæjust. Það var ótrúlega lítið af merktum fötum, en það sem við fundum var sett í kassa, sorterað eftir árgöngum og Grænfánakrakkarnir gengu í stofurnar til að skila á réttan stað.

Næsti fundur verður í janúar.