Skólaþing

Í dag var Skólaþing Engjaskóla og mikið um að vera í öllum bekkjum. Nemendur fengu nokkrar kannanir til skoðunar þar sem þeir áttu að koma með tillögur að öllu mögulegu sem gæti gert góðan skóla enn betri. Gaman verður að skoða vikulegan fréttapóst frá bekkjunum og skoða myndir af viðburðum dagsins.