Engjaskóli og Grænfáninn

Engjaskóli stefnir á að fá umhverfisviðurkenningu frá Landvernd, Grænfánann, næsta vor. Til að svo megi verða þurfa nemendur að koma að vinnunni, því Grænfáninn snýst mest um nemendalýðræði, að nemendur hafi rödd.
Fyrsti fundur Grænfánanefndarinnar var haldinn í dag, 10. nóvember með nemendum af miðstigi. Lesa má fundargerðina hér.
Réttindaskóli UNICEF, Heilsueflandi skóli og Grænfáninn í Engjaskóla eru saman með vefsíðu sem safnar gögnum og upplýsingum.
Öll þessi ráð eru að stíga sín fyrstu skref í sinni vinnu og má fylgjast með framvindu á þessari síðu. Tengill hefur verið settur á heimasíðu skólans undir Nám og kennslu flipanum.
Bein slóð er hér.
Hér er hægt að lesa meira um Grænfánann og um Réttindaskóla UNICEF.