Skip to content

Skáld í skólum

Rithöfundarnir Blær Guðmundsdóttir og Hilmar Örn Óskarsson komu í heimsókn til 1.-4. bekkinga í morgun, föstudaginn 29. október.
Þau kynntu bækur sínar og myndskreytingar fyrir nemendum og töluðu um hvað má og hvað má ekki í bókum.
Síðan lásu þau bókina Selur kemur í heimsókn fyrir nemendur.
Að þvi loknu bjuggu þau til   sína útgáfu af bókinni með hjálp nemenda. Blær teiknaði og nemendur sömdu söguna.
Úr varð mjög skemmtileg saga og allir skemmtu sér vel.

Þessi heimsókn er liður í verkefninu Skáld í skólum.

Hér eru myndir frá heimsókninni.

Hér má sjá og heyra upplestur á bókinni Selur kemur í heimsókn – af Youtube.