Skólablak

Blaksambandið stendur þessa dagana fyrir kynningu á blaki sem þeir kalla skólablak. Skólablak eur viðburðir fyrir grunnskóla krakka í 4.-6. bekk um allt land. Markmiðið með skólablaki er að kynna krökkum og kennurum fyrir blakíþróttinni, einfalda kennsluaðferðir og auka sýnileika hennar á landsvísu.
Þann 19. október tóku 67 nemendur í Engjaskóla í 4.-6. þátt í skólablaki í ÍR heimilinu ásamt fleiri skólum frá Reykjavík. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og höfðu gaman af. Margir nemendur höfðu áhuga á að taka þátt aftur að ári.
Við þökkum Blaksambandinu kærlega fyrir frábæra kynningu.