Skáld í skólum

Föstudaginn 15. október fengu nemendur 5.-7. bekkja góða gesti.
Það voru rithöfundarnir Sverrir Norland og Kristín Ragna Gunnarsdóttir, sem kynntu bækur sínar og önnur verk.
Þegar kynningunni var lokið útskýrðu þau fyrir nemendum hvernig sögur þeirra verða til og hvernig þau fá hugmyndir að nýjum sögum.
Að síðustu sömdu þau Sverrir og Kristín Ragna mjög spennandi og flókna sögu með nemendum,
Nemendur tóku virkan þátt í sköpuninni og úr varð mjög skemmtileg stund.
Kærar þakkir fyrir heimsóknina!
Myndir.