Skip to content

Viðurkenningar fyrir Ólympíuhlaup og Göngum í skólann

Mánudaginn 11. október voru afhentar viðurkenningar fyrir verkefnin „Göngum í skólann“ og Ólympíuhlaup ÍSÍ.
Til að aðstoða við verðlauna afhendinguna mætti Thelma Björn Björnsdóttir Ólympíufari 2016 og 2021 og afhendi nemendum verðlaunin.

Nemendur skráðu í þrjár vikur í september hvernig þeir komu í skólann og var lögð áhersla á að nemendur tileinkuðu sér virkan ferðamáta, þ.e. að koma gangandi, hjólandi eða nýta skólabílinn.

Á yngsta stigi þ.e. 1.-4. bekk sigraði 4. bekkur með 83,4 %
Í öðru sæti varð 2. bekkur með 72,6%

Á miðstigi, þ.e. 5.-7. bekk sigraði 5. bekkur með 86,7%
Í öðru sæti 7. bekkur með 80,5% og í þriðja sæti 6. bekkur með 78,3%.

Þann 1. október hlupu nemendur Ólympíuhlaup ÍSÍ.
Mikill áhugi nemenda var á hlaupinu og í framhaldi var ákveðið að leggja saman árangur hvers árgangs og finna út meðaltal per nemenda í hlaupinu.
Sá árgangur sem hljóp lengst fær að hafa lukkudýrið frá Ólympíuleikunum í Tokyo 2020 út skólaárið og í öðru sæti er það lukkudýrið frá Paralympic  Tokyo 2020.


Þar sigraði 4. bekkur sem hljóp samtals 244 km sem er 6,6 km per nemenda,
Í öðru sæti var það 5. bekkur með 222 km sem er 6,4 km per nemenda.