Skip to content

Rithöfundur í heimsókn í 4. bekk

Frá kennurum 4. bekkjar:

„Við höfum verið dugleg í því að afla okkur nýútgefinna bóka sem við vinnum svo með hér á fjölbreyttan hátt. Þessa dagana þá erum við að vinna með bókina „Sumar í sveitinni“ sem gengur afar vel.
Til að kóróna þetta flotta verkefni þá fengum við rithöfundinn sjálfan í heimsókn til okkar í dag. Þar var margt spjallað og rætt.
Við þökkum Guðjóni Ragnari kærlega fyrir almennlegheitin að koma til okkar og jarðtengja söguna með heimsókn til okkar.
Þessi tíu mínútna heimsókn varð að hálftíma svo við rétt komumst í mat. Áhuginn hjá krökkunum var svo mikill og spurningarnar margar og fjölbreyttar.
Hann er að vinna að nýjum bókum og vill endilega fá frá okkar frábæra hóp spurningar og hugmyndir.
Svo útskýrði hann líka hvernig bækur verða til og að krakkar geta strax farið að búa til bækur heima og ljósritað og selt afa og ömmu. Já, þetta var nú aldeilis skemmtilegt!“

Bestu kveðjur
Jón Ingi, Jóhanna, Marta og Hrefna

Myndir