Fjölgreindarleikarnir

Fyrstu fjölgreindarleikar Engjaskóla fóru fram í dag, miðvikudaginn, 15. september.
Kennarar skipulögðu skólastarf dagsins út frá á fjölgreindarkenningu Howard Gardner. Sú kenning gerir ráð fyrir að mannleg greind skiptist í 8 greindir, s.s. málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind og samskiptagreind, svo nokkrar séu nefndar.
Nemendur og starfsfólk notuðu tækifærið og klæddu sig í föt sem einkenna einhverja greindina og mátti, t.d. sjá marga í íþróttatreyjum í takt við líkams- og hreyfigreindina.