Göngum í skólann 2021

Göngum í skólann var sett í Norðlingaskóla miðvikudaginn 8. september.
Nemendur Engjaskóla taka þátt í verkefninu með því að skrá hvernig þeir mæta í skólann næstu 3 vikurnar
Göngum í skólann átakið hjá okkur í Engjaskóla byrjar sem sagt mánudaginn 13. september og lýkur föstudaginn 1. október.
Sá árgangur sem sigrar í Engjaskóla fær afhentan Gullskóinn okkar glæsilega og lukkudýr frá Tókýó til varðveislu þetta skólaár.
Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar.
Einnig er markmiðið að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og kenna þeim reglur um öryggi á göngu og á hjóli.
Þar að auki er markmiðið að draga úr umferð við skólana.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu verkefnisins.