Valhópurinn Útinám

Í valhópnum Útinám verður margt brallað.
Í dag gengum við í átt að fjörunni norðanmegin í Grafarvogi og tókum með okkur ýmislegt skemmtilegt.
Þegar við vorum komin á staðinn var nemendum sagt að ætlunin væri að útbúa te úr jurtunum sem vaxa allt í kringum okkur, meðferðist var grasabókin Íslenskar lækningajurtir og þegar nemendur komu með jurt fletti kennarinn upp hvort hægt væri að nota jurtina til heilsubótar. Ef svo vildi til var jurtinni hent í ketilinn sem stóð á litlum ferðaprímus.
Eftir góða stund í móanum var teið tilbúið, nemendur fengu að smakka og gaman var að fylgjast með undrunarsvipnum á þeim þegar þau uppgötvuðu að teið smakkaðist eins og te!
Nokkrir nemendur höfðu á orði að þeir hefðu ekki haft hugmynd um að þetta væri svona skemmtilegt val.