Skip to content

Myndabingó í sundi

1.bekkur fór í skemmtilegt myndabingó í sundtímanum sínum í morgun.
Börnin voru í þremur hópum og fékk hver hópur eitt spjald. Hjördís Klara, sundkennari, var með laus myndaspjöld sem fest voru við lykla og dreifði þeim víðs vegar um laugina.
Hlutverk barnanna var að fara í kaf og finna myndirnar sem pössuðu fyrir bingóspjöldin og kalla BINGÓ! þegar þau höfðu hjálpast að við að sækja rétta myndir og  þekja spjald hópsins.