Önnur skólasetning Engjaskóla

Önnur skólasetning Engjaskóla fór fram mánudaginn 23. ágúst. Álfheiður skólastjóri tók á móti nemendum á sal skólans og bauð þá velkomna. Hún sagði frá því að verið væri að vinna nýtt merki skólans og líka sagði hún frá nýjum einkunnaorðum skólans, sköpun-seigla -samvinna, en það voru orð sem nemendur skólans völdu á skólaþingi á síðasta skólaári. Agnea Snærós D. Ragnarsdóttir í 4. bekk bjó til merki skólans, sem verið er að útfæra og verður kynnt á næstu vikum.
Því miður gátu foreldrar ekki verið viðstaddir skólasetninguna sökum ástandsins og einnig þurfti að skipta nemendahópnum í þrennt til að uppfylla nýjar reglur um hámarksfjölda nemenda eða 100 talsins í einu. Eftir að Álfheiður hafði sett skólann þá fylgdu nemendur umsjónarkennurum sínum í heimastofur þar sem nemendur fengu stundatöflur sínar og kynningu á komandi starfi í skólanum.
Þriðjudaginn 24. ágúst byrjar svo skólinn og er það okkar markmið að hafa skólastarf í eins eðlilegum skorðum og frekast er unnt.
Með von og vissu um að komandi ár verði gjöfult og skemmtilegt.
Starfsfólk Engjaskóla.