Skip to content

Skólasetning Engjaskóla 2021-2022

Skólasetning Engjaskóla fyrir skólaárið 2021-2022 verður mánudaginn 23. ágúst.
Nemendur í 2., 3. og 4. bekk mæta klukkan 10 og
nemendur í 5., 6. og 7. bekk mæta klukkan 10:30

SkólabíllInn keyrir þann 23. ágúst á skólasetningardaginn samkvæmt þessari áætlun:
-2., 3., og 4. bekkur  frá Barðastöðum kl. 9:50,  heim  frá skóla 10:55
-5., 6., og 7. bekkur frá Barðastöðum kl. 10:20, heim frá skóla 11:25

Skólasetningin byrjar á sal skólans en svo fara nemendur með umsjónarkennurum í sínar heimastofur og fá kynningu á starfi komandi skólaárs.
Skólastarf hefst síðan með hefðbundnum hætti þriðjudaginn 24. ágúst.

Því miður geta foreldrar ekki tekið þátt í skólasetningunni  í ljósi aðstæðna.

Umsjónarkennarar 1. bekkjar munu vera með  einstaklingsviðtöl með nemendum 1. bekkjar og foreldrum þeirra dagana 23. og 24. ágúst.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá 1. bekk miðvikudaginn 25. ágúst.