Skip to content

Sumarkveðja

Kæru foreldrar og forráðamenn.
Þá er fyrsta starfsári Engjaskóla lokið og ekki hægt að segja annað en að það hafi gengið vel þrátt fyrir ýmsar takmarkanir vegna COVID-19.
Nemendur hafa meðal annars tekið þátt í stefnumótun skólans og komið með hinar ýmsu hugmyndir sem nýtast vel inn í það starf.
Búið er að kjósa um merki og einkunnarorð skólans og verður það tilkynnt á haustdögum hvaða mynd og einkunnarorð hlutu vinninginn.

Útskrift 7. bekkjar                                                             Fyrsti útskriftarárgangurinn okkar

Við getum með stolti sagt ykkur að Engjaskóli stóð sig mjög vel í lesfimiprófunum í maí og er yfir landsmeðaltali í nánast öllum árgöngum.
Við vorum mjög duglega að hreyfa okkur á vordögum og má geta þessa að allir árgangar skólans fóru upp Úlfarsfellið á þessu skólaári og markmið okkar að skottast upp bæjarfellið okkar árlega.

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa, borða hollan mat, sofa vel og hreyfa ykkur reglulega.
Það er t.d. hægt að skella sér eina til tvær ferðir upp Úlfarsfellið með fjölskyldunni í sumarleyfinu.

Skólasetning verður mánudaginn 23. ágúst  en nánari tímasetning verður auglýst þegar nær dregur.
Skrifstofa skólans mun svo opna mánudaginn 9. ágúst.

Með ósk um gott sumarfrí og takk fyrir samstarfið í vetur.
Sumarkveðja, frá starfsfólki Engjaskóla.