Fyrstu skólaslit Engjaskóla

Skólahaldi í Engjaskóla var slitið í fyrsta sinn fimmtudaginn 10. júní.
Nemendur og starfsfólk hittust á sal þar sem Álfheiður skólastjóri kvaddi nemendur í stuttri ræðu og óskaði þeim alls hins besta. Starfsfólk og nemendur sungu síðan saman tvö lög undir stjórn Olgu Lilju tónmenntakennara.
Að því loknu fóru nemendur með kennurum sínum í stofurnar sínar þar sem einkunnir voru afhentar og saman áttu þeir notalega stund áður en haldið var út í sumarið.
7. bekkur var kvaddur sérstaklega enda voru nemendur þeirra Unnars og Þórhildar að útskrifast og verður eftirsjá af þessum glæsilegu nemendum.
Við viljum óska nemendum 7. bekkjar alls hins besta í framtíðinni!
Fyrst er útskrift 1.-4. bekkja, síðan útskrift 7. bekkjar og þá útskrift 5. og 6. bekkja.