Skip to content

Nemendaverðlaun 2021

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar voru afhent í Laugarlækjarskóla mánudaginn 7. júní.
Engjaskóli tilnefndi Jón Bjart Atlason í 5. bekk sem fyrirmynd annarra nemenda.

Jón Bjartur er góð fyrirmynd annarra nemenda, stendur sig vel í námi, er vinnusamur og samviskusamur.
Hann býr yfir samkennd og er góður og kurteis drengur.
Hann hefur sýnt bæði frumkvæði og leiðtogahæfileika.

Hann hefur góða félagslega færni og hann hefur verið duglegur að taka þátt í stefnumótun skólans meðal annars með því að vera virkur fulltrúi í skólaráði og einnig  innleiðingarhópi Engjaskóla.
Við óskum honum innilega til hamingju með verðlaunin!

Myndir frá athöfninni.

Hér má svo lesa fétt um verðlaunin á vefsíðu Reykjavíkurborgar.