Skólaslit Engjaskóla fimmtudaginn 10. júní

Skólaslit verða í Engjaskóla fimmtudaginn 10. júní samkvæmt skóladagatali.
Því miður verða þessi skólaslit án foreldra en við hlökkum til að hefja nýtt skólaár næsta haust með fullu aðgengi foreldra.
1.-4. bekkur kl. 10:00-10:45
Nemendur byrja í salnum og fara síðan í umsjónarstofur til kl. 10:45.
Rútan fer úr Staðahverfi kl. 9:45 og af stað frá skóla kl. 11:00
7. bekkur kl. 10:00
Nemendur byrja í umsjónarstofum og koma í salinn kl. 10:20 og fara síðan aftur í umsjónarstofu eftir athöfn í salnum.
Nemendur taka með sé eitthvað góðgæti á hlaðborð sem verður í umsjónarstofu.
Rútan fer úr Staðahverfi kl. 9:45 og fer frá skólanum klukkan 11:00
5.-6. bekkur kl. 11:00-11:45
Nemendur byrja í salnum og fara síðan í umsjónarstofur til kl. 11:45
Rútan fer úr Staðahverfi kl. 10:45 og af stað frá skóla kl. 12:00