Skip to content

Lokafundur nemendaráðs

Lokafundur með nemendaráði var í dag á bókasafni Engjaskóla.
Nemendum var boðið upp á bakaríisbakkelsi og safa á meðan spjallað var um  starfið í vetur.
Allir voru sammmála um að starfið hafi litast af Covid eins og allt annað.
Næsti vetur verður öflugur og reglulegir fundir og markvisst starf verður sett á oddinn.
Nemendaráðið bauð fulltrúa skólaráð að sitja lokafundinn með okkur.
Myndir.