Skip to content

Takk Foreldrafélag Engjaskóla!

Stjórn Foreldrafélags Engjaskóla ákvað að ánafna skólanum upphæðina, sem annars hefði farið í að halda sumarhátíð fyrir nemendur skólans.
Við erum strax byrjuð að kaupa gagnlega og skemmtilega hluti fyrir nemendur fyrir þessa peninga.

Í morgun gengu þær Álfheiður skólastjóri og Hrafnhildur aðstoðarskólastjóri í stofur og afhentu fyrsta hlutann af þessari rausnarlegu gjöf.
Hver árgangur fékk sína bolta og sippubönd og var dótið strax tekið í notkun.

Kærar þakkir, foreldrar nemenda í Engjaskóla fyrir frábæra gjöf!

Myndir.