Engjaskóli er fyrirmyndarstarfsstaður!

Við, starfsfólk Engjaskóla, erum ótrúlega stolt af því að hafa hlotið titilinn Fyrirmyndarstarfsstaður Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur 2021 í hópi grunnskóla í Reykjavík.
Helgi Grímsson sviðsstjóri tilkynnti þetta á Menntastefnumótinu, sem haldið var mánudaginn 10. maí.
Við erum þar í góðum hópi með Álftamýrarskóla og Réttarholtsskóla.
Matsþættirnir, sem horft er til eru hæfir og áhugsamir starfsmenn, árangursríkur stjórnunarhættir, starfsánægja og hvetjandi og jákvætt starfsumhverfi.
Hér er svo slóð að grein á reykjavik.is þar sem sagt er frá öllum fyrirmyndunum.