Tilslakanir á sóttvarnarreglum í skólum

Nýjar breytingar á sóttvarnarreglum taka gildi mánudaginn 10. maí og eiga að gilda að óbreyttu til miðvikudagsins 26. maí,
Þá mega allt að 50 fullorðnir vera í rými og allt að 100 börn.
Einnig er slakað á varðandi komur foreldra inn í skóla- og frístundastarf og opnað á viðburðahald.
Í stuttu máli verða reglurnar svohljóðandi frá 10. maí:
Hámarksfjöldi fullorðinna 50 í hverju rými.
Hámarksfjöldi barna/nemenda verður 100 í hverju rými.
Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í skólana en skulu gæta að sóttvörnum og bera andlitsgrímur ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra nálægðarmörk.
Blöndun milli hópa barna innan skóla heimil í sundi og íþróttum í grunnskólum.
Viðburðir fyrir utanaðkomandi heimilaðir með þeim takmörkunum sem almennt gilda og tiltekin eru hér að ofan.