Skip to content

Menntastefnumót 2021

Næstkomandi mánudag. þann 10. maí,  verður Menntastefnumót.
MenntaStefnumótið er uppskeruhátíð þess nýsköpunar- og þróunarstarfs sem unnið hefur verið að í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur árum innleiðingar Menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“.
Mótið er haldið í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.


Yfir 5000 kennarar, frístundafræðingar og annað starfsfólk hittist á MenntaStefnumóti og kynnir sér nýjustu fræðastrauma og nýbreytni í námi og kennslu.

Af þessum sökum verður samstarfsdagur í Engjaskóla og Brosbæ og nemendur því í fríi.

Við erum stolt af því að taka þátt í mótinu með myndbandi frá Jóhönnu Höskuldsdóttur um Skapandi skil en  það verður sýnt í Rímu klukkan 9:05 og  Brosbær verður með myndband um barnalýðræði í Norðurljósum.


Þetta verður sannkölluð veisla fyrir allt áhugafólk um menntun og framtíð barnanna okkar!
Hér er slóðin að veislunni og eru allir velkomnir.