Vinaliðar í Engjaskóla

Mánudaginn 19. apríl, byrjaði Vinaliðaverkefnið formlega í Engjaskóla. Það fer þannig fram að nemendur í 4.-7. velja einhverja úr sínum röðum til að vera vinaliðar.
Hlutverk vinaliða er síðan að hafa umsjón með leikjum og afþreyingu í fyrri frímínútum, sem eru frá klukkan 9:50-10:10.
Vinaliðar úr þessum bekkjum hittast á tveggja vikna fresti ásamt verkefnastjórum og setja saman leikjadagskrá til tveggja vikna. Hver vinaliði er á ,,vakt” tvisvar sinnum í viku.
Vinaliðar sjá um að setja upp leikjastöð og koma leikjum af stað í frímínútunum.
Vinaliðar starfa 2 sinnum í viku oftast frá september – desember eða janúar – maí. En þar sem við erum að fara af stað með verkefnið núna munu vinaliðarnir starfa út skólaárið, frá apríl til byrjun júní.
Að sögn vinaliða tókst fyrsti dagurinn mjög vel og eru þeir spenntir fyrir þessu verkefni.
Verkefnastjórar verkefnisins eru íþróttakennararnir Kristín Guðmundsdóttir og Bergrós Arna Jóhannesdóttir.