Skip to content

9. apríl er blái dagurinn

Okkur langar til að vekja athygli á  bláa deginum en hann er tileinkaður málefnum barna, sem eru á einhverfurófinu.
Þeir sem vilja fræðast meira um einhverfu geta farið á vefsíðuna, Blárapríl.is   en þar er að finna myndbönd og aðra fræðslu.
Þar útskýrir María sína einhverfu:


og Dagur útskýrir sína:


Einnig er margvíslega fræðslu að finna á vefsíðu Einhverfusamtakanna.
Þar er safn íslenskra myndbanda  ásamt öðrum gagnlegum fróðleik.

Síðan viljum við vekja athygli á tveimur heimildamyndum sem voru sýndar mjög nýlega á RÚV:
 Ertu einhverfur? Bresk mynd sem sýnir hvernig er að lifa með einhverfu
og myndin um Brynjar Karl sem byggði Titanic úr 50 þúsund LEGO kubbum.

Að síðustu er hér myndband sem heitir Sensory Overload og lýsir, án orða, hvernig einstaklingur með einhverfu getur upplifað heiminn.