Brunaæfing

Fyrsta brunaæfing Engjaskóla fór fram mánudaginn 22. mars í norðangaddi og éli.
Nemendur létu það ekki aftra sér frá því að setja tímamet í tæmingu skólans.
Það tók 3 mínútur 7 sekúndur og 17 sekúndubrot frá því að brunabjallan hringdi og þar til síðasti nemendinn fór út um aðaldyrnar.
Nemendur söfnuðust saman á fótboltavellinum þar sem manntal var tekið og síðan haldið aftur inn í ylinn.
Einstaklega vel heppnuð brunaæfing!