Skip to content

Fyrsti samsöngurinn í Engjaskóla

Fyrsti samsöngur Engjaskóla var haldinn föstudaginn 19. mars.
Fyrst komu nemendur miðstigs og sungu þrjú lög undir styrkri stjórn Olgu Lilju, tónmenntakennara.
Lögin voru Stál og hnífur, Vor í Vaglaskógi og Ég er kominn heim.

Síðan var komið að nemendum á yngsta stigi.
Þeirra lagalisti innihélt lögin  Lóan er komin, Óskasteinar og Vertu til er vorið kallar á þig.

Umsjónarkennarar voru búnir að æfa þessi lög undanfarna daga með nemendum sínum áður en komið var á sal.
Þannig varð úr stórskemmtileg söngstund, sem allir tóku þátt í af lífi og sál.

Samsöngurinn verður héðan í frá fastur liður í skólastarfinu og mun Olga Lilja búa til nýja lagalista, sem verða á söngskránni eftir hálfan mánuð.

Myndir og tóndæmi.