Skip to content

Úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Grafarvogi 2021 fór fram í Grafarvogskirkju mánudaginn 15. mars.
Þær María Sól Jósepsdóttir og Valdís Eva Eiríksdóttir tóku þátt í keppninni fyrir hönd Engjaskóla og stóðu sig báðar mjög vel.
Svo fór að nemendur úr Foldaaskóla hrepptu fyrsta og þriðja sæti en okkar María Sól las sig inn í annað sæti enda er gott silfur gulli betra.
Innilega til hamingju, María Sól, með glæsilegan árangur!

Myndir frá úrslitakeppninni.

Valdís, Hrafnhildur Inga, aðstoðarskólastjóri, og María Sól

Nánari upplýsingar um sögu keppninnar,  uppruna og tilgang.