5. bekkur og LÁN

L(istrænt) Á(kall) til N(áttúrunnar) er verkefni á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Markmiðið með verkefninu er að vinna markvisst með málefni náttúrunnar í gegnum list- og verkgreinar.
5. bekkur í Engjaskóli hefur verið að vinna nokkur verkefni með LÁN og það síðasta eru stop-motion myndbönd og undir hljómar rapplag sem nemendur unnu með Joey Christ rappara.
Afraksturinn má heyra á Facebook síðu LÁN.
Hér má heyra og sjá eitt af myndböndunum.