Skip to content

Afhending verðlauna

Fyrr í dag voru veitt verðlaun fyrir frábæran árangur í Lífshlaupinu og líka fyrir Göngum í skólann og líka fyrir Ólympíuhlaup ÍSÍ,
Lífshlaupinu lauk fyrir stuttu og Göngum í skólann sömuleiðis en Ólympíuhlaupið fór fram í október 2020.
Kristín Guðmundsdóttir, íþróttakennari, vildi veita viðurkenningar fyrir alla viðburðina og allir komu á sal til að fagna þessu. Fyrst komu miðstigsnemendur og svo hinir yngri.
Nemendur Engjaskóla urðu í 1.  sæti á meðal skóla með 90-299 nemendur innanborðs og er það frábær árangur.
Innan Engjaskóla stóðu 5. og 3. bekkur sig best og fengu þessir bekkir farandlukkudýrið Blossa að launum. En Blossi er lukkudýr Smáþjóðaleikanna.
Síðan var Gullskórinn afhentur en það eru verðlaun fyrir þá bekki., þar sem nemendur komu í flest skipti gangandi eða hjólandi í skólann. Gullskóinn í ár hlutu 7. og 3. bekkur.
Að síðustu veittu Bergrós og Kristín,íþróttakennarar nokkrum nemendum viðurkenningar fyrir góðan árangur í Ólympíuhlaupinu, sem hét áður Norræna skólahlaupið. Þeir nemendur hlupu ýmist 7, 5 eða 10 kílómetra.
Það er frábært að sjá hvað nemendur okkar eru duglegir að hreyfa sig og stunda holla lífshætti.
Áfram Engjaskóli!

Fullt af myndum.