Skip to content

Stóra upplestrarkeppnin í Engjaskóla           

Miðvikudaginn 3. mars fór undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram á sal í Engjaskóla. 6 nemendur úr 7. bekk tóku þátt og stóðu sig mjög vel. Auk nemenda í 7. bekk var nemendum 6. bekkja boðið að hlusta á upplesturinn enda taka þeir þátt á næsta ári.
Það var mjög ánægjulegt að geta boðið nemendum aftur á sal og geta verið saman í raunheimum.
Eftir góðan upplestur á sögum og ljóðum fór svo að María Sól Jósepsdóttir, Valdís Eva Eiríksdóttir voru valdar til að taka þátt í aðalkeppni upplestrarkeppninnar í Grafarvogi, sem fer fram mánudaginn 15. mars í Grafarvogskirkju. Selma Karen Sigurðardóttir var valin til vara.
Í dómnefnd voru Eygerður Guðbrandsdóttir, Heiðdís Nanný Hansdóttir, íslenskukennarar við Víkurskóla og Þorgímur Þráinsson rithöfundur. Þau afhentu verðlaunin og síðan hélt Þorgrímur stutta tölu um mikilvægi lesturs og hollra lífshátta og hrósaði hann þátttakendum fyrir að þora að taka þátt í svona keppni.
Að lokum sagði hann nemendum frá hvernig Lars Lagerbäck endaði allar æfingar íslenska landliðsins  á orðunum: „Litlir hlutir skapa stóra sigra“. Lars átti við að ef við gerum smávegis aukalega á hverjum degi þá náum við árangri.

Nú taka við strangar æfingar hjá sigurvegurum enda viljum við standa okkur vel á aðalkeppninni!

Myndir.