Skip to content

Sigur í Lífshlaupinu!

Nemendur og starfsfólk Engjaskóla tóku þátt í Lífshlaupinu sem er átaks- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Nemendur Engjaskóla voru duglegir að taka þátt og fóru margir í langar gönguferðir eða að leika úti.  Nemendur Engjaskóla urðu í fyrsta sæti í sínum flokki, þ.e. nemendur í skólum með 90-299 neemndur,  eftir spennandi keppni við aðra skóla sama flokki.
Hákon Jensson og Stefanía Ósk Þórhallsdóttir tóku á móti verðlaunum fyrir hönd nemenda á verðlaunaafhendingu, sem fór fram föstudaginn 26. febrúar í sal ÍSÍ.

Starfsfólk Engjaskóla var líka duglegt að hreyfa sig og varð í 2. sæti í sínum flokki, þ.e. fjöldi mínútna í vinnustaðakeppninni.

Nánari upplýsingar er hægt að sjá á lifshlaupid.is