Skip to content

Ný reglugerð um skólastarf

Eins og flestir vita þá hefur ný reglugerð um sóttvarnir í samfélaginu okkar litið dagsins ljós.

Varðandi aðgengi foreldra/forráðamanna að skólanum þá viljum við biðja ykkur um að koma ekki inn í skólann nema vera boðuð á fund.  Ef erindið er brýnt þá þarf að koma fyrst við á skrifstofu skólans og alls ekki fara beint inn í stofur.

Hér má svo sjá þá hluta, sem snúa að grunnskólum:

  • Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 1 metra nálægðartakmörkum milli starfsfólks. Sé það ekki unnt ber að nota andlitsgrímur.
  • Ekki skulu vera fleiri en 50 starfsmenn í hverju rými. Þetta á einnig við um frístundaheimili, skipulagt æskulýðs- og tómstundastarf, sem og starfsemi í félagsmiðstöðvum.
  • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkunum og grímuskyldu. Ekki skulu vera fleiri en 150 nemendur í hverju rými innan dyra.
  • Foreldrar, aðstandendur og aðrir utanaðkomandi skulu sýna aðgát þegar þeir koma inn í skólabyggingu og gæta að sóttvörnum. Þeir skulu gæta að minnst 1 metra nálægðartakmörkun jafnt milli sín og gagnvart starfsfólki.
  • Viðburðir tengdir starfi eða félagslífi grunnskóla, svo sem fyrirlestrar, upplestrarkeppnis o.fl. eru heimilir í skólabyggingum með áðurnefndum fjölda- og nálægðartakmörkunum.
  • Fari hámarksfjöldi fullorðinna yfir 50 gilda reglur um samkomutakmarkanir samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum.

    Einstaklingsbundnar sóttvarnir hornsteinninn | Fréttir | Hafnarfjörður

Hér er að finna nýja reglugerð um skólastarf: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/02/23/COVID-19-Lett-a-takmorkunum-i-skolastarfi-fra-24.-februar/

Frekari upplýsingar eru einnig að finna hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/02/23/Rymkun-a-skolastarfi-haskolar-geta-hafid-stadnam-ad-nyju/