Öskudagur í Engjaskóla

Við viljum minna á að öskudagurinn, næstkomandi miðvikudag, er skertur skóladagur og óhefðbundinn.
Nemendum verður boðið upp á alls kyns skemmtilegar stöðvar, leiki, dans og föndur.
Dagskráin stendur frá klukkan 8:30 og endar á mat klukkan 12
Þeir sem eru skráðir í Brosbæ fara þangað en aðrir fara til síns heima.
Við hvetjum alla til að koma í búningum og ætlum að skemmta okkur sem allra. allra mest og best!