Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 9. febrúar 2021

Við viljum vekja athygli á að í dag, 9. febrúar, er hinn árlegi alþjóðlegi netöryggisdagur.
Við hjá SAFT og Heimili og skóla ætlum að halda upp á daginn með rafrænni ráðstefnu sem hægt er að horfa á þegar fólki hentar.
Við munum bjóða upp á fjölda erinda um ýmis atriði tengdum netnotkun barna og ungmenna á netinu í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Hér fyrir neðan eru tímasetningar hvenær erindin verða frumsýnd á Facebook síðu SAFT (https://www.facebook.com/saft.iceland).
Öll erindin eru tekin upp fyrirfram þannig að fólk getur horft á upptökurnar hvenær sem er en þær verða aðgengilegar á Youtube síðu SAFT (https://www.youtube.com/saftinsafe)
Facebookviðburð Netöryggsdagsins má nálgast hér: https://fb.me/e/IUSG6siR
Dagskrá (Með fyrirvara um breytingar):
10:00 Nýtt kynningarmyndband frá UngSAFT (Ungmennaráði SAFT) frumsýnt.
11:00 Fjóla Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur fjallar um netnotkun leikskólabarna.
12:00 Teitur Skúlason lögfræðingur hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur fjallar um persónuvernd í skólastarfi.
13:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, skólastýra Jafnréttisskóla SFS, fjallar um foreldrabréf um nýja birtingamynd kynferðisofbeldis sem sent var út um daginn.
14:00 Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor í leikskólakennarafræðum HA, kynnir niðurstöður rannsóknar á netnotkun leikskólabarna.
15:00 Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum fjallar um ábendingalínu Barnaheilla þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi og ólöglegt efni á netinu.
16:00 Salvör Gissurardóttir, lektor við Menntavísindasviði HÍ, fjallar um efni tengt Wikipedia út frá nauðsyn á áreiðanlegum upplýsingum, aðgengi að opnu menntaefni, myndum og efni án höfundarréttartakmarkana.
17:00 Verkefnastjórar SAFT og Heimili og skóli kynna niðurstöður úr foreldra- og nemendakönnun um stafræna borgaravitund.