Lífshlaupið í Engjaskóla

Engjaskóli tekur þátt í Lífshlaupinu 2021, átaks- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.
Lífshlaupið hjá nemendum stendur í tvær vikur frá 3. til 16. febrúar. Við tökum þátt í hvatningarleik fyrir grunnskóla þar sem nemendur okkar keppa við aðra skóla um það hvort þeir nái að hreyfa sig í 60 mínútur daglega eða á meðan átakið stendur yfir.
Starfsfólk skólans ætlar einnig að taka þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins en einnig er hægt að taka þátt í einstaklingskeppni sem stendur yfir allt árið. Lífshlaupið hentar fyrir alla. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess , www.lifshlaupid.is
Það má skrá alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er yfir daginn. Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 60 mínútur, en það má skipta hreyfingunni upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 – 15 mínútur í senn.
Við í Engjaskóla hvetjum alla til þess að taka þátt!