Fyrsti fundur nemendaráðs Engjaskóla

Fyrsti fundur nemendaráðs Engjaskóla var haldinn þriðjudaginn 19. janúar 2021.
Mættir voru fulltrúar nemendaráðs ásamt Öldu Þyrí frá félagsmiðstöðinni og Hrafnhildi Ingu aðstoðarskólastjóra.
Í nemendaráði sitja kjörnir fulltrúar nemenda á miðstigi.
Farið var yfir hlutverk nemendaráðs, nemendur komu með tillögur að viðfangsefnum vetrarins og gæddu sér á veitingum í boði eldhúss Engjaskóla.