Skip to content

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir góð samskipti á liðnu ári!

Nú hefur ný reglugerð frá menntamálaráðuneytinu litið dagsins ljós og ljóst er að skólastarf í grunnskólum landsins mun færast í eins eðlilegt horf og kostur er. Reglugerðin mun gilda frá 1. janúar til 28. febrúar að öllu óbreyttu.

Helstu atriði sem varða skólastarf í Engjaskóla:

-Nemendur í 1. til 7. bekk eru undanþegnir 2ja metra nálægðartakmörkunum sem og grímuskyldu
– Nemendur munu nota sömu innganga og fyrir jól:
Nemendur í 1. og 2. bekk munu nota suður inngang, 3. og 4. munu nota vestur innganginn í miðju skólans og 5., 6. og 7. nota norður inngang
– Frímínútur munu verða þannig að miðstig fer út klukkan 9:30 og yngsta stig fer í frímínútur klukkan 9:50
– List- og verkgreinar munu byrja að nýju þar sem frá var horfið og verða með hefðbundnum hætti
– Valgreinar fyrir nemendur á miðstigi munu byrja aftur miðvikudaginn 6. janúar
– Skólabíllinn tekur upp venjubundinn akstur og fer frá stoppistöðinni Barðastaðir klukkan 8.10
– Skólamatur mun byrja þriðjudaginn 5. janúar fyrir þá sem eru skráðir í mat og ávaxtastundin verður á sínum stað fyrir þá sem skráðir í hana
– Hafragrauturinn verður líka í boði á morgnana

Starfsfólk Engjaskóla óskar nemendum og foreldrum þeirra gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir samstarfið á liðnu ári.