Skip to content

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Í dag, föstudaginn, 18. desember, voru fyrstu litlu jól Engjaskóla.
Nemendur og starfsfólk mættu í sínu fínasta pússi og héldu hátíðleg stofujól.
Nemendur fengu rafræna kveðjur frá jólasveinum við mikla gleði þeirra.
4. bekkur sá um að leika og syngja jólaguðspjallið undir styrkri stjórn bekkjarkennara og Olgu Lilju tónmenntakennara og var það spilað fyrir alla nemendur.

Síðan komu hressir jólasveinar í gættina og færðu öllum jólaglaðning. Síðasta atriðið var  rafræn kveðja frá 7. bekkingum með óskum um gleðileg jól.


Það var bros á öllum andlitum þegar nemendur héldu heim í verðskuldað jólafrí.

P.S. Skólastarf hefst svo aftur á nýju ári með skipulagsdegi starfsfólks 4. janúar en nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 5. janúar 2021.
Enn og aftur, gleðileg jól og farsælla komandi ár!