Skip to content

Litlu jólin í Engjaskóla

Föstudaginn 18. desember verða litlu jólin í Engjaskóla.
Þetta er hátíðarsamvera í stofum hjá 1.-7. bekk frá klukkan 10:30 til 12:00
Nemendur og starfsfólk mætir prúðbúið í skólann þennan dag. Nemendur mega taka með sér sparinesti.
Föstudagurinn er skertur dagur þannig að nemendur mæta klukkan 10:30 og fara síðan heim að lokinni skemmtun.
Skólabíllinn fer frá Staðahverfi klukkan 10:15 og fer síðan frá skólanum klukkan 12:15
Nemendur sem eru  í Brosbæ fara í mat klukkan 12:05 og verða í umsjón kennara og stuðningsfulltrúa þar til Brosbær opnar.