Skipulag Engjaskóla til og með 31. desember 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn.
Nú hefur ný reglugerð um sóttvarnarráðstafanir verið gefin út af stjórnvöldum og einhverja breytingar gerðar.
En hvað skólastarf í 1.-7. bekk varðar, þá eru engar breytingar.
Það verða því engar breytingar á á núverandi skipulagi í Engjaskóla.
Nemendur þurfa áfram að koma með nesti því það verður hvorki ávaxtastund né hafragrautur í boði.
Nemendur í 1.-4. bekk fá hádegismat í skólanum en 5.-7. bekkur borðar heima.
Skipulag í Engjaskóla til 31. desember verður með þessum hætti:
1.-4. bekkur 8:30-13:40 (Stuðningsfulltrúar og skólaliðar verða komnir við innganga kl. 8:00 hjá yngstu nemendunum þar til stuðningsfulltrúar taka á móti þeim í stofum kl. 8:15 – 8:20)
5.-7. bekkur 8:30-12:10 (Lengri skóladagur hjá 6. bekk á fimmtudögum því þau fara í sund eftir hádegi,)
Helstu breytingar sem gerðar voru fyrr í desember:
- Nemendur fara í sund á fimmtudögum
- Nemendur í 5.-7. bekk þurfa ekki að vera með andlitsgrímur.
- Nemendur mega blandast í frímínútum. Skólalóðin er ekki í sóttvarnarhólfum. Nemendur á yngsta- og miðstigi eru ekki saman í frímínútum.
- íþróttir verða í íþróttasal skólans . Íþróttakennarar munu senda póst með frekari upplýsingum.
- Ekki grímuskylda í skólabílnum né sundrútu.
- Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar án sérstaks leyfis.
Kær kveðja,
Álfheiður Einarsdóttir
skólastjóri Engjaskóla