Skip to content

Skólaþing Engjaskóla

Skólaþing Engjaskóla fór fram föstudaginn 20. nóvember, sem vill svo skemmtilega til að er líka Dagur mannréttinda barna. Af því tilefni unnu nemendur verkefni tengd mannréttindum barna og barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, sem Kristrún umsjónarkennari í 5. bekk undirbjó. Þar áttu nemendur að setja fram eina ósk um betri heim fyrir börn þessa heims. Óskirnar voru síðan hengdar upp á vegg á ganginum.
En aðalverkefni dagsins var Skólaþingið þar sem nemendum gafst kostur á að sína skoðanir og búa til sínar óskir um alls kyns málefni, sem tengjast skólanum þeirra og þeim sjálfum.
Nemendur unnu í hópum, með mismikilli hjálp kennara, og svöruðu skoðanakönnunum um skólareglur, um draumaskólalóðina, um hvernig þeir vilja að skólabragurinn verði og hvernig hægt verði að bæta líðan og heilsu nemenda. Nemendur voru líka beðnir um að búa til slagorð fyrir Engjaskóla.
Dagurinn heppnaðist ótrúlega vel og komu margar góðar hugmyndir fram.
Starfsfólk og nemendur Engjaskóla munu síðan vinna áfram með þessar hugmyndir.
Hér eru nokkrar myndir frá deginum.