„Viltu tala íslensku við mig?“

„Viltu tala íslensku við mig?“ er samstillt átak Íslenskuþorpsins, grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjalarnesi í íslensku sem öðru máli. Skólarnir halda daginn hátíðlegan með því að vekja athygli á mikilvægi samskipta á íslensku sérstaklega fyrir þá sem eru að læra íslensku. Í myndbandi til stuðnings átakinu hvetja nemendur og þjóðþekktir einstaklingar til samskipta á íslensku með slagorðinu „Viltu tala íslensku við mig?“
Í vetur vinnur skólasamfélagið í Grafarvogi og á Kjalarnesi ásamt Íslenskuþorpinu að innleiðingu kennsluaðferðar og stuðningsnets fyrir nemendur með íslensku sem annað mál undir yfirskriftinni “Viltu tala íslensku við mig?” Markmiðið er að efla tjáningafærni og samskipti nemenda á íslensku og styðja við fjölmenningarsamfélag skólanna. Það er vel við hæfi að velja dag íslenskrar tungu til kynningar á átakinu og vekja athygli á mikilvægi þess að tala íslensku, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra málið.
Nánari upplýsingar um átakið má finna á síðunni Íslenskuþorpið.
Það er sérstaklega gaman að sjá marga af nemendum okkar í þessu skemmtilega myndbandi.
Hér eru síðan tvö styttri myndbönd: