Skip to content

Íslenskuverðlaunin og Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember  frá árinu 1996. Þann dag eru árlega veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða. Skólar hafa útnefnt nemendur sína til verðlauna sem kölluð hafa verið Íslenskuverðlaunin og eru þau veitt nemendum sem hafa náð mjög góðum tökum á tungumálinu, Verðlaunin hafa siðan verið afhend við hátíðlega athöfn í Hörpunni.
Í ári var breytt út af þessari venju. Nemendur voru tilnefndir en að þessu sinni fór Álfheiður skólastjóri í heimsókn í bekk verðlaunahafa og afhenti verðlaunin þar í viðurvist samnemendanna.
Verðlaunahafar Íslenskuverðlauna Engjaskóla eru þær Eiríka Malaika Stefánsdóttir í 2. bekk og Valdís Eva Eiríksdóttir í 7. bekk.
Innilega til hamingju með verðlaunin!

Myndir frá afhendingu verðlauna í 2. bekk.

Myndir frá afhendingu verðlauna í 7. bekk.