Skip to content

Skólahald 9. – 17. nóvember

Meðan þetta ástand varir verður skipulagið í Engjaskóla með eftirfarandi hætti:

Kennsla hefst hjá 1.-4. bekk kl. 8:30 og lýkur ca kl. 13:40.

1.-4. bekkur
Nemendur bíða í röðum við innganga og þeim er hleypt inn í hollum. Stuðningsfulltrúar og skólaliðar verða komnir við innganga kl.8:00 hjá yngstu nemendunum þ.e. í 1. og 2. bekk og gæta þeirra þar til stuðningsfulltrúar taka á móti þeim í stofum kl. 8:15 – 8:20

Mæting eins og hér segir:

Suður inngangur: 1. og 2. bekkur

Vestur inngangur: 3. og 4. bekkur (hefur ekki verið í notkun í vetur nema fyrir óskilamuni)

Nemendur þurfa að taka með sér nesti því við verðum ekki með ávaxtastund né hafragraut.

Það verður matur í hádeginu fyrir 1.-4. bekk.

5. – 7. bekkur
Kennsla hefst hjá 5.-7. bekk kl. 8:30 og lýkur frá 11:50-12:10. Skólabíllinn kemur 12:10 og fer frá skóla kl.12:20

Nemendur í 5.-7. bekk mæta við aðalinnganginn. Nemendur þurfa að spritta sig og fá grímu áður en þeir koma inn í skólann. Nemendur mega koma með grímur að heiman ef þeir vilja. Stuðningsfulltrúar og skólaliðar verða við innganginn til að stýra því hvernig nemendur fara inn í skólastofur. Kennarar verða komnir í skólastofur kl. 8:20.

Nemendur þurfa að koma með nesti því við verðum hvorki með ávaxtastund né hádegismat.

Við stöndum saman með jákvæðni og kærleik á þessum fordæmalausu tímum.