Skip to content

Samráðsdagur og vetrarleyfi

Við viljum minna á samráðsdag nemenda, foreldra og kennara miðvikudaginn 21. október. Vegna aðstæðna verður dagurinn með breyttu sniði og samtölin munu fara fram í gegnum síma eða fjarfundabúnað allt eftir samkomulagi   Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag.
Fimmtudaginn 22. október tekur síðan við vetrarleyfi nemenda og mun það standa fram á mánudaginn 26. október.
Þriðjudaginn 27. byrjar kennslan aftur samkvæmt stundaskrá.
Starfsfólk Engjaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra góðs vetrarleyfis og við sjáumst endurnærð í næstu viku!