Ólympíuhlaup Engjaskóla

Nemendur Engjaskóla hlupu Ólympíuhlaup ÍSÍ föstudaginn 2. október í hryssingslegu haustveðri.
Hlaupið var frá Egilshöll, hring í Staðarhverfinu og endað á skólalóðinni. Hringurinn sem nemendur hlupu var 2,5 km, flestir hlupu einn hring en nokkrir nemendur gerðu enn betur t.d. voru 5 nemendur sem hlupu 10 km og 6 nemendur sem hlupu 7,5 km.
Samtals hlupu nemendur Engjaskóla 667,5 km.
Margar frábærar myndir.