Skip to content

Bleiki dagurinn í Engjaskóla

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda hér á landi undanfarin ár. Þennan dag eru landsmenn hvattir til þess að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu.
Nánari upplýsingar um viðburðinn er á síðu Bleiku slaufunnar.

Föstudaginn 16. október ætlum við í Engjaskóla að klæðast einhverju bleiku og sýna þannig í verki stuðning okkar og samstöðu með þeim sem greinast með krabbamein.